Allur pakkinn fyrir hundaeigendur

Öll netnámskeið frá Sif dýralækni í einum pakka

Þarftu að ná tökum á gelti, taumtogi, flaðri eða annarri óæskilegri hegðun hjá hundinum þínum?

Ég hef verið að aðstoða hundaeigendur ég gegnum netið síðan 2015 við að ná tökum á erfiðri hegðun og veit hversu mikill léttir það er þegar fólk nær að skilja rót vandans og ná tengslum við hundinn og fá hann til að hlusta og skilja hvað við viljum.

Þessi pakki inniheldur öll netnámskeið sem ég hef gert á íslensku um hundaþjálfun og uppeldi, ásamt netnámskeiðs um fyrstu hjálp fyrir gæludýr, alls sex netnámskeið.

Námskeiðin eru öll hýst á netinu þannig að þú getur innskráð þig og horft á þau hvenær sem þér hentar. Námskeiðin eru blanda af fyrirlestrum og myndum og upptökum af mér að kenna mismunandi hundum þannig að þú getir séð hvað skal gera og hvernig.

Einnig muntu læra að lesa líkamstjáningu hundsins og skilja betur hvað hundurinn þinn er að hugsa og hvernig honum líður. Þegar þú hefur þennan skilning á atferli hunda er auðveldara fyrir þig að kenna hundinum þínum og að styrkja sambandið við hundinn þinn.

Verðið er aðeins 25% af upprunalegu verði!


Your Instructor


Sif Traustadóttir
Sif Traustadóttir

Sif útskrifaðist sem dýralæknir árið 2003 og úr framhaldsnámi sem dýraatferlisfræðingur frá háskólanum í Southampton árið 2010. Hún vann sem dýralæknir í smádýraækningum í Reykjavík frá árinu 2002-2015 og hefur síðan þá sérhæft sig í atferlisráðgjöf í gegnum netið.


Course Curriculum


  Velkomin/n á netnámskeið!
Available in days
days after you enroll

Courses Included with Purchase



Hvolpaskólinn með Sif dýralækni
Allt sem þú þarft að vita um uppeldi, heilsufar og þjálfun hvolpa.
Sif Traustadóttir (I)
24.900 kr.
Geltnamskeid
Lærðu að draga úr gelti hjá hundinum þínum
Sif Traustadóttir (I)
11.900 kr.
Hundaatferli með Sif dýralækni
Lærðu grunnatriði hundaatferlis og þjálfunar
Sif Traustadóttir (I)
24.900 kr.
Fyrsta hjálp fyrir gæludýr
Lærðu grunnatriði í fyrstu hjálp fyrir gæludýr
Sif Traustadóttir (I)
8.900 kr.
Hundaþjálfun
Hér eru kennslustundir um hundaþjálfun
Sif Traustadóttir (I)
$1,000
Aðskilnaðarkvíði hjá hundum
Netnámskeið um aðskilnaðarkvíða hjá hundum
Sif Traustadóttir (I)
5.900 kr.

Original Price: 77.500 kr.


Frequently Asked Questions


Hvenær byrjar námskeiðið?
Námskeiðin eru á netinu og þú hefur aðgang að öllu efninu um leið og þú kaupir aðgang og getur horft hvenær sem þér hentar.
Hversu lengi hef ég aðgang að efninu?
Þú hefur ótímabundinn aðgang að öllu námskeiðsefninu frá kaupdegi.
Hvað þýðir ótímabundinn aðgangur?
Verum raunsæ. Það gæti gerst að einhvern daginn þegar ég er orðin gömul að ég geti ekki eða vilji ekki lengur bjóða upp á þessi námskeið á netinu. Eða að fyrirtækið sem hýsir námskeiðin hætti eða eitthvað annað gerist sem kemur í veg fyrir að þú hafir aðgang. Ef svo ólíklega vill til að það gerist mun ég láta þig vita og gera ráðstafanir þannig að þú getir sótt það efni sem þú þarft á að halda.

Get started now!